132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Hátækniiðnaður.

[15:32]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Það er kannski ekki miklu við þetta að bæta nema því, eins og hv. þingmaður veit, að sá tími er liðinn að ríkisstjórnin taki ákvörðun um gengi krónunnar. Skráning krónunnar (Gripið fram í.) og styrkleiki hennar eða ekki styrkleiki gerist á hinum frjálsa markaði. Það eru vissulega mjög breyttir tímar hvað þetta varðar en þó er það svo að að einhverju leyti getur ríkisstjórnin haft áhrif og það hefur hún gert. Ég trúi því að ekki sé langt í að við förum að sjá einhverjar breytingar hvað þetta varðar.