132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[15:48]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég bendi á greinargerð frumvarpsins þar sem segir svo, með leyfi forseta:

„Við prófun á snyrtivörum er hins vegar unnt að nota aðrar aðferðir en prófun á dýrum en svo háttar oft ekki til með prófun á öðrum efnum og lyfjum. Auk þess á að vera unnt að tryggja öryggi snyrtivara á grundvelli upplýsinga um öryggi innihaldsefna þeirra.“

Þetta sýnist mér líka að sé sjálfsagt fyrir umhverfisnefnd að taka til gagngerðrar skoðunar.