132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[15:55]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Örstutt andsvar við ræðu hv. þingmanns. Ég get tekið undir áhyggjur hennar af endurskoðun dýraverndarlaganna. En mér finnst alveg óþarfi að hv. þingmaður sé að agnúast út í það að hér séu gerðar að lögum ýmsar tilskipanir frá Evrópu og út í EES-samninginn því að ég get ímyndað mér miðað við það þegar horft er yfir málaskrá ráðherranna að hér væri nánast lítið að gera og nánast ekkert ef ekki kæmu þessar tilskipanir. Það er mjög jákvætt, hérna kemur t.d. þetta ágæta þingmál vegna þess að þetta er tilskipun frá Evrópu og þannig er með mörg önnur mál sem við höfum verið að fjalla um. Ég tel því enga ástæðu til að agnúast út í það að hér komi mál frá Evrópu.