132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[15:57]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega afsakar það ekki aðgerðaleysi ráðherra að inn komi mál frá Evrópu. En ég vil aðeins minna á að áður en samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var gerður tók mun lengri tíma að fá ýmis þjóðþrifamál inn í þingið og margt af því sem var löngu orðið að lögum í Evrópu var alls ekki hér til umræðu. Ég ítreka að hér hafa komið mörg þjóðþrifamál inn og margar breytingar sem ég efast um að væru orðnar að lögum hér á landi ef við værum ekki aðilar að þessum samningi.