132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Stuðningur við framkvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum.

313. mál
[16:37]
Hlusta

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það skal tekið skýrt fram að þarna er um það að ræða að þessar 10 millj. eru teknar af þessum 200. Það er í raun og veru ákveðið að taka 10 millj. af þessum 200 millj. árlega eða allt að því til þessara rannsókna. Það er sérstaklega tekið til að þessar rannsóknir gætu gagnast fleirum. Þetta eru kannski bara viðkomandi sveitarfélög og gagnast kannski líka á ákveðnu svæði. Þetta snýst í raun og veru um það þannig að þessi sveitarfélög gætu fengið styrk samkvæmt hinum almennu reglum um fráveituframkvæmdir.