132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Hollustuhættir og mengunarvarnir.

314. mál
[16:40]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að segja alveg eins og er að ég átta mig ekki alveg á þessu lagafrumvarpi, hvað þetta hefur í för með sér. Snýr þetta eingöngu að leiktækjum, snýr þetta ekki að öllu eftirliti sem heyrir undir lög nr. 7/1998? Það væri ágætt að fá svör við því. Og eins hvaða áhrif þetta muni hafa — þessi mál heyra nú undir sveitarfélögin — hvort þetta muni leiða til aukins kostnaðar fyrir sveitarfélögin þar sem nú þarf faggildingu og eitt og annað. Það er erfitt að átta sig á því hvað þetta hefur í för með sér og það væri ágætt ef hæstv. ráðherra færi um það nokkrum orðum, um praktísku hliðina á því hvað þetta þýðir í raun og veru fyrir þá sem starfrækja leikvelli og hvort þetta á við um annað sem heyrir undir lögin nr. 7/1998.