132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[15:08]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Aðstæður hafa breyst. Í vor tók ég þátt í að flytja þetta frumvarp með nefndinni vegna þess að það var svona eina vitið sem var hægt að fá í niðurstöðuna. Stjórnarliðarnir ætluðu sér að koma málinu í gegn í heilu lagi eins og það lá fyrir. Eina leiðin virtist því vera að gera samkomulag við þá um að svona yrði staðið að málum með því að leggja þetta fram. Það fór ekki í gegn þá. Ég ætla ekki að gefa neinar yfirlýsingar um hvaða afstöðu ég tek til þessa máls. Við eigum eftir að ræða það í nefndinni.

Hv. þingmaður á alveg leiðréttingu skilda. Ef hann hefur ekki ætlast til þess að menn skildu þetta þannig að heimamenn ættu að fá úthlutun á þessum rannsóknarleyfum þá hefur það bara verið misskilningur frá minni hendi. Það er þá bara gott að leiðrétta það.