132. löggjafarþing — 28. fundur,  23. nóv. 2005.

Tæknifrjóvganir.

276. mál
[14:36]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Maður veltir fyrir sér af hverju ríkið ætti að borga tæknifrjóvganir yfirleitt? Fólk í þessari stöðu hefur yfirleitt verið barnlaust í nokkurn tíma og ætti þar af leiðandi að vera vel undir það búið að borga upphæðina sem um er að ræða, annars er það ekki fært um að ala upp börn. Annars hefur það ekki fjármuni til að ala upp börn yfirleitt. Þannig að maður spyr sig: Af hverju er leitað til ríkisins? Og þegar leitað er til ríkisins gerist alltaf það sama: Það myndast biðlistar. Það er ekki hægt að gera þetta o.s.frv. Ég skil ekki þessa umræðu yfirleitt. Mér finnst að fólk ætti að geta borgað þessa upphæð. Þetta er minna en kvart úr bílverði, menn ættu ekki að þurfa að leita til ríkisins þess vegna. Hver og einn ætti að geta ráðið við slík útgjöld. Auk þess sem fólk fær barn í staðinn sem er óborganlegt þannig að ég skil ekki umræðuna. Hins vegar mætti breyta gjaldskránni á þann veg hjá umræddum fyrirtækjum að ef aðgerðin tekst borga menn annars ekki. (Forseti hringir.)