132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[10:54]
Hlusta

Guðmundur Hallvarðsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég mótmæli harðlega orðum Jóns Bjarnasonar. Hann gerir lítið úr fjárlaganefnd og allri þeirri vinnu sem þar er unnin, gerir lítið úr stjórnarþingmönnum og stjórnarandstöðuþingmönnum og það er kannski ágætt að hann lýsi því yfir að vinna í fjárlaganefnd skipti ekki nokkru máli. Til hvers er þá stjórnarandstaðan að mæta þar ef það er satt sem hann segir? Þetta er náttúrlega algert bull, ég mótmæli því harðlega, hv. þm. Jón Bjarnason.

Í annan stað vildi ég benda á að hér koma stjórnarandstæðingar og segja: Hvar eru ráðherrarnir? Hvar er ábyrgð þeirra? Hvar er formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins? (Gripið fram í: Hún var hérna rétt áðan.) Hvar eru formaður og varaformaður Frjálslynda flokksins? Hvar eru fleiri? Og trítlar hann þá í salinn eins og hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon kom inn á þegar hæstv. heilbrigðisráðherra kom inn. En hvað það er nú gott að geta litið til hægri og séð þar formann Samfylkingarinnar.