132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:25]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kemur fram að í frumvarpinu er verið að auka nokkuð við fjármagn til háskólans. En varðandi hvað á að gera í málefnum háskólans hefur sú umræða verið uppi á borðum, a.m.k. þann tíma sem ég hef verið í þessari fjárlaganefnd. Í sjálfu sér get ég ekki mikið um það sagt hvar það mál liggur milli ráðuneytisins og háskólans. En háskólinn hefur lagt áherslu á að hann þurfi aukið fjármagn og ég ætla ekkert að rengja það, en þetta er bara mál sem ég tel að við þurfum að vinna í á breiðum grunni.