132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[15:30]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þingmanni. Fjárlaganefnd hefur alltaf borið þessar stofnanir mjög fyrir brjósti og reynt að passa upp á þær eins og mögulegt er og byggt þær reyndar upp. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna samninga við aðila vinnumarkaðarins koma einmitt fram 100 millj. kr. inn í starfsmenntun á Íslandi og í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir hvernig eigi að gera þetta, hvernig eigi að standa fyrir námskeiðum og endurmenntun einstaklinga á vinnumarkaði sem leggja stund á nám sem byggir á námskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins o.s.frv. og svo segir, með leyfi forseta:

„Símenntunarmiðstöðvum, sem starfræktar eru um land allt, verður falið að annast þetta nám.“

Og það er kveðið enn þá frekar á um það hér einhvers staðar og ríkisstjórnin segir það líka hér aftur og ítrekar það að menntamálaráðuneytið og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins muni láta fara fram athugun á því hvernig þeim stuðningi verði fyrir komið þannig (Forseti hringir.) að hann nýtist sem best fyrir sí- og endurmenntun (Forseti hringir.) og segir svo að námsráðgjöf á vegum símenntunarmiðstöðva um land allt annist þetta. Það kemur því mjög skýrt fram hér í gögnunum hvað um er að ræða.

(Forseti (DrH): Ég bið hv. þingmenn að virða tímamörkin.)