132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[15:39]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þeir hagfræðingar sem á umliðnum missirum hafa skrifað þá dauðadómsvitleysu að hægt sé að koma fyrir á Íslandi 4% afgangi af ríkissjóði miðað við landsframleiðslu eru bara að bulla. Það er búið að segja þeim þetta margsinnis. Þetta er fjarstæða. Það er ekki hægt. Þú getur ekki komið með yfir 40 milljarða afgang af ríkissjóði. Ætlar þú að leggja niður skólana? Ætlar þú að loka sjúkrahúsunum? Þetta er bara vitleysisrugl í einhverjum gaurum sem þykir gaman að að láta í sér heyra. Það er engin raunhæf hugsun til í þessu. Að ná núna 2% afgangi er mjög mikið og miklu meira en kannski er raunhæft. Ég held að 1% verði kannski niðurstaðan. En þessir menn eru algerlega ómarktækir og geta ekki staðið við það á nokkurn hátt, enda eru ekki til mælitæki sem sanna þetta. Hvað þjóð í Evrópu getur (Forseti hringir.) gert þetta? Engin.