132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:16]
Hlusta

Forseti (Jóhanna Sigurðardóttir):

Forseti getur ekki veitt hv. þingmanni orðið til að bera af sér sakir. (Gripið fram í.) Forseti hlýddi grannt á ræðu hæstv. fjármálaráðherra og getur ekki séð tilefni til að veita hv. þingmanni orðið til að bera af sér sakir. Það er ekki hægt að halda þannig á málum í forsetastól að leyfa þingmönnum að bera af sér sakir og halda áfram umræðu um það umræðuefni sem hér er á dagskrá eftir að andsvörum er lokið.