132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:18]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alltaf mjög gott að hafa hv. þingmann Lúðvík Bergvinsson í salnum til að hlýða á ræðurnar og koma síðan upp á eftir eins og Bjarni Fel. og lýsa því síðan hvernig ræðumenn stóðu sig, gefa þeim einkunnir eins og þetta sé enski boltinn, enda hv. þingmaður vanur í þeim bransa.

Ég heyrði ekki nein efnisatriði í hans andsvari önnur en að hann lýsti ræðu minni frá sínum sjónarhóli. Hann verður bara að fá að hafa þá skoðun fyrir sig.