132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[19:53]
Hlusta

Bryndís Haraldsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er aldeilis að stjórnarandstaðan hefur úthald í að standa í pontu í dag. Það er svo sem margt sem ég hefði viljað nefna úr ræðu hv. þm. Katrínar Júlíusdóttur. En ég ákvað að taka hérna upp sérstaklega vaxtabótakerfið.

Hún fer mörgum orðum um það og telur þetta fjandsamlegt fyrir fjölskyldurnar í landinu. Ég ætla bara að koma skoðun minni á framfæri sem Samband ungra sjálfstæðismanna hefur reyndar oft ályktað um. Það er okkar skoðun að ekki eigi að umbuna fólki fyrir skuldir sínar. Aftur á móti á að leggja allt kapp á að fólk hafi sem mestan hluta tekna sinna til ráðstöfunar. Þar af leiðandi er athyglisvert að sjá breytingartillögur Samfylkingarinnar við þessi ágætu fjárlög. Þær felast allar í útgjaldahliðinni. En hvernig á að ná tekjunum inn? Jú, auðvitað fyrst og fremst með því að hækka skatta frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpinu og svo er aftur á móti einhverjar bókhaldsaðgerðir.