132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:09]
Hlusta

Guðmundur Magnússon (Vg):

Frú forseti. Hér er verið að draga til baka loforð sem var gefið með því að fella niður bensínstyrkinn sem reyndar varð að draga síðan náttúrlega til baka. Þetta er sem sagt hækkun á ellilífeyri og örorkulífeyri þeirra sem minnst hafa og ekkert hafa annað. Ég sé ekki annað en að það hljóti að vera hægt að finna aura í þetta. Ég segi nei.