132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:11]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Þegar frumvarp til fjárlaga var lagt fram á þingi var lagt til að 100 millj. kr. yrði varið til þjálfunar á liði sjúkratrygginga, sérstaklega til að þjálfa öryrkja til starfa. Nú er þetta dregið til baka. Ég hvet til þess, frú forseti, að þessari upphæð verði haldið inni og við drögum ekki til baka fjárveitingar sem áður voru komnar inn í frumvarpið. Er þó ekki of mikið þar fyrir.