132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:21]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Með þessari breytingu er lagt til að öll úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra fari til framkvæmda og uppbyggingar hjúkrunar- og dvalarheimila. Brýn þörf er á auknu hjúkrunarrými og tala má um neyðarástand á höfuðborgarsvæðinu. Því er nauðsynlegt að hraða uppbyggingu húsnæðis fyrir mismunandi þjónustustig fyrir aldraða.

Framkvæmdasjóður aldraðra á að standa undir framkvæmdum og hann á að standa undir nafni. Rekstrarfé á að koma úr ríkissjóði en ekki úr Framkvæmdasjóði aldraðra. Þörf er á stórauknum fjármunum í þennan málaflokk og það er brýnt að verða við ákalli frá Félagi eldri borgara, dvalarheimilum út um allt land og sveitarfélögum út um allt land í þennan málaflokk. Því segi ég já.