132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:23]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Í fjárlagafrumvarpinu eru tillögur vinstri grænna um að auka og bæta við fjármagni til heimahjúkrunar. En vegna stöðu aldraðra sérstaklega, brýnnar þarfar á frekari vistunarúrræðum eða þjónustu við þá og þróunar í þeim málaflokki — fólk sem hefur til þess heilsu er hvatt til þess að búa sem lengst heima — þá er ekki nóg að vísa til þess að sveitarfélögin eigi að sjá um öldrunarþjónustu. Meiri heimahjúkrun þarf þá að koma til. Til þess að þetta séu ekki bara orðin tóm verður að koma meira fé til heilsugæslustöðvanna til að sinna heimahjúkrun meira en gert er í dag. Því segi ég já.