132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:26]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hér er enn eitt dæmið um hversu stórhuga ríkisstjórnin er. Hér er verið að lækka framlög til almenns reksturs heilbrigðisstofnana um 22,7 millj. kr. og viðhald heilbrigðisstofnana um 12 millj. kr. Stórir erum við. Líklega eru þetta litlu heilbrigðisstofnanirnar úti á landi sem taka þarna á sig hagræðingar- og sparnaðarkröfu ríkisins. Þetta skal koma þar niður. Það á að skera niður framlög til almenns reksturs heilbrigðisstofnana um 22,7 millj. og skera niður viðhald heilbrigðisstofnana um 12 millj. kr.

Frú forseti. Mér finnst þetta ekki bjóðandi. Ég segi nei við þessum niðurskurði.