132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:39]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Þó ekki sé verið að tala um stórar upphæðir sýnir þessi afgreiðsla varðandi byggðaáætlun í reynd, samanber þau orð sem féllu hér hjá hæstv. ráðherra, í hvers konar farvegi byggðamálin eru undir stjórn þessarar ríkisstjórnar. Byggðaáætlun og byggðastefna ríkisstjórnarinnar er bara á einn veg. Hún vegur að byggðunum í landinu. Ekki þarf að hafa fleiri orð um (Gripið fram í.) það. (Gripið fram í: Heyr! Heyr!)