132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:55]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Ég get fullvissað hv. þingmann um að ég þori. En ég vil hins vegar gera honum grein fyrir því að hann gleymir einhverju mikilvægasta hlutverki Rafmagnsveitna ríkisins sem er dreifing á raforku.

Það er hins vegar þannig að um áramótin er tekið upp fullt frelsi í viðskiptum með rafmagn og þá verðum við að koma Rarik í það rekstrarumhverfi að Rarik geti keppt. Ég hef greint frá því að ég mun leggja fram frumvarp um hlutafélagavæðingu Rariks. En til þess að við séum í stakk búin til að takast á við nýja tíma um áramót þá er þetta ákvæði í fjárlagafrumvarpinu mjög mikilvægt. (Gripið fram í: Hvað hækkar rafmagnið mikið með þessu?)