132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[12:05]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Eftir 2. umr. og atkvæðagreiðslu fjárlaga er eðlilegt að vísa málinu til 3. umr. Ég vona fyrir hönd okkar allra að þær tillögur sem dregnar voru til baka verði skoðaðar vandlega og eins margar þeirra ábendinga sem komu fram í umræðunni en hafa ekki allar birst í breytingartillögum. Þessu vil ég koma til skila.

Hvað varðar framlagningu mála og breytingartillagna þá lýsa þær auðvitað mismunandi pólitískum skoðunum. Vinstri hreyfingin – grænt framboð hefur af festu og ábyrgð tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, greitt atkvæði með þeim tillögum frá meiri hlutanum sem hún telur til bóta en lagst gegn öðrum. Hvað varðar fjárútlát og tekjur ríkissjóðs þá tel ég að við höfum með ábyrgum hætti lagt fram fullnægjandi fylgiskjöl með tillögum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs um þau atriði.