132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Atkvæðagreiðsluskýringar við fjárlög.

[12:09]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það er auðvitað alvanalegt að við vísun til næstu umræðu geri menn grein fyrir atkvæði sínu. Í því er engin nýbreytni þrátt fyrir það sem menn hafa haldið fram. Það sem var óvenjulegt við þessa atkvæðagreiðslu var að fleiri fengu að gera grein fyrir atkvæði sínu en um það höfðu beðið í upphafi atkvæðagreiðslunnar. Það var nýbreytnin við þessa atkvæðagreiðslu og ég held að við ættum að taka til athugunar að svo verði ekki áfram.