132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Ábyrgðasjóður launa.

351. mál
[12:26]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Stjórn Ábyrgðasjóðs launa í samvinnu við Vinnumálastofnun lét fara fram alveg sérstaka úttekt á því hvort um slíkt væru einhver dæmi. Því miður finnast dæmi um að sömu aðilar standi að baki fleiri en einu gjaldþroti. Því miður eru dæmi þess. Það er mál sem stjórnin er mjög vel meðvituð um og vakir yfir enda er ástæða til þess. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka það mál hér upp. Full ástæða er til að vaka yfir þessu á hverjum tíma því að auðvitað hljótum við öll að vilja gera okkar ýtrasta til að koma í veg fyrir að menn svo mikið sem geri tilraunir til þess að spila á þetta kerfi sem er sett upp í góðum tilgangi eins og við þekkjum.