132. löggjafarþing — 31. fundur,  28. nóv. 2005.

Faggilding o.fl.

361. mál
[18:30]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi starfsemi hefur verið hjá Löggildingarstofu. Síðan breytist Löggildingarstofa í Neytendastofu og kröfurnar aukast um sjálfstæði þannig að það sé hægt að treysta því að ekki séu hagsmunatengsl á milli faggildingarstarfseminnar og annarrar starfsemi sem fram fer í viðkomandi stofnun. Þetta er gert að kröfu Evrópusambandsins og hefur ekkert með það að gera að nýlega var Löggildingarstofu breytt í Neytendastofu. Það er alveg óháð þessu máli.