132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[13:46]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Fyrst um það sem hv. þingmaður ræddi um reglugerð sem hafði verið felld úr gildi, sem hann fagnaði sérstaklega og var að velta fyrir sér hvort ekki þyrfti að koma til sérstakir fjármunir þess vegna. Ég geng út frá því að þetta rúmist innan fjárheimilda ráðuneytisins, a.m.k. hefur ekki komið á okkar borð nein ósk um auknar fjárheimildir til þessa máls.

Varðandi elli- og hjúkrunarheimilin höfum við verið að kalla eftir upplýsingum um þau mál, hver staðan sé á rekstri þeirra. Hins vegar hefur komið fram að í gangi er ákveðin vinna í heilbrigðisráðuneytinu varðandi daggjöldin og mér vitanlega er þeirri vinnu ekki lokið. Ég vísa því til þess og það hefur reyndar komið fram áður í umræðunni.