132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[15:26]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin. Það liggur þá alla vega fyrir að ekki verður um frekari skerðingu að ræða á næstunni. Mér sýnist hins vegar á svörum hæstv. ráðherra að það verði heldur ekki um það að ræða að sjóðurinn sé kominn í þá stöðu að hann fari að eiga meira en 5% umfram skuldbindingar sínar, ég tala nú ekki um 10% umfram skuldbindingar sínar. Ég get því ekki heldur heyrt á svari hæstv. ráðherra að þetta dugi til þess að hækka greiðslur til bænda í lífeyrissjóðnum heldur sé staðan einfaldlega þannig að hún sé plúsmegin en engan veginn nægjanleg til þess að auka útgreiðslur úr lífeyrissjóðnum. Þar af leiðandi á bændastéttin ekki von á sérstakri kjarabót í lífeyrissjóðnum sýnist mér miðað við þessi vör.