132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[15:27]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki getað látið reikna þetta út frá því að hv. þingmaður bar fram fyrirspurnina í ræðu sinni hér áðan en í fljótu bragði sýnist mér staðan vera þessi. Kjarabótin felst þá í því að sjóðurinn mun væntanlega vera í stakk búinn til þess að greiða það sem bændur eiga von á að fá úr sjóðnum og kannski eitthvað örlítið umfram, en ég á ekki von á því að það sé stórt, þannig að ég held að þrátt fyrir orð hv. þingmanns sé hann nú tæplega að gera lítið úr því að 2,6 milljarðar séu settir í Lífeyrissjóð bænda. En ég ætla heldur ekkert að gera meira úr því en efni standa til, en aðalávinningurinn felst í örygginu.