132. löggjafarþing — 32. fundur,  29. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[19:47]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Nú fer í hönd tímamótaatkvæðagreiðsla. Það er ekki aðeins að við munum greiða atkvæði um að skila fjáraukalögum með 33,2 milljarða kr. tekjuafgangi að frátalinni sölu eigna eða afgangi upp á 3,4% af landsframleiðslu heldur erum við einnig að greiða atkvæði um að skila lánsfjárafgangi upp á 103 milljarða kr. að meðtalinni sölu eigna. Þetta er alveg örugglega met. Ég veit ekki hvort við munum fá tækifæri til að greiða atkvæði um slíkar tölur aftur. Ég mundi gjarnan vilja það. (Gripið fram í.) En ég fagna þeim árangri að við getum að lokinni þessari atkvæðagreiðslu greitt niður skuldir um 103 milljarða kr. (Gripið fram í.)