132. löggjafarþing — 34. fundur,  5. des. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[15:08]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Um kl. hálffjögur í dag fer fram umræða utan dagskrár um stefnu stjórnvalda í alþjóðasamstarfi gegn vá af völdum loftslagsbreytinga. Málshefjandi er hv. þm. Mörður Árnason. Hæstv. umhverfisráðherra, Sigríður A. Þórðardóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.