132. löggjafarþing — 34. fundur,  5. des. 2005.

Vaxtaákvörðun Seðlabankans.

[15:26]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Ég held að allir geti verið sammála um að við núverandi aðstæður í þjóðfélaginu er mikilvægast af öllu að draga úr eyðslu og auka sparnað. Eina tillagan sem ég hef séð frá hv. þingmanni og þingflokki Vinstri grænna er að hækka fjármagnstekjuskatt við þær aðstæður úr 10% í 18%. Það er það vitlausasta af öllu sem gert væri við þessar aðstæður. Það yrði til þess að auka eyðslu og draga úr sparnaði. (Gripið fram í.) Ég held að hv. þingmaður ætti að tala varlega um eigin tillögur í efnahagsmálum.