132. löggjafarþing — 34. fundur,  5. des. 2005.

4. fsp.

[15:39]
Hlusta

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Markaðsaðstæður breytast mjög hratt hér á landi eins og við höfum líka séð að gerist í Bretlandi. Ég vek athygli á því að tilefni umræðunnar í Bretlandi er það sem ég sagði hér áðan að eitt af hverjum þrem pundum sem fara í matvælakaup fer í gegnum kassa Tescos. Hér er það þannig að tvær krónur af hverjum þremur fara í gegnum vasa þeirrar stóru matvælakeðju sem við erum með hér á landi. Bretar kalla þetta einokun … (Gripið fram í: Hvað heitir hún aftur?) Baugur heitir hún. (Gripið fram í: Já, já.) Ef Bretar kalla markaðshlutdeild Tescos einokun, hvaða orð getum við þá notað um markaðsstöðu Baugs? Ég lýsi eftir því orði. Ég held að við hljótum að hugleiða í þessu litla landi hvar almannahagsmunir liggja og hvað þurfi að endurskoða í lögum sem geri það að verkum að við getum náð betri tökum á þessum markaði.