132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:17]
Hlusta

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við 2. umr. var gerð tillaga um að hækka þann lið sem hv. þingmaður nefnir. Fyrir mistök fór sú tillaga á vitlausan lið í tillögum okkar. Nú er verið að leiðrétta það þannig að þessar 10 millj. kr. voru teknar til baka. Það er ekkert verið að taka frá neinum heldur er um leiðréttingu að ræða á hlut sem meiri hluti fjárlaganefndar lagði til. Það er einföld skýring á þessu máli.