132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:14]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á bls. 91 í þessari skýrslu, í töflu 9.5, er farið yfir ráðstöfunartekjurnar. Hvað eru ráðstöfunartekjur? Það er tekjur eftir skatta leiðréttar af verðbólgu. Hvað stendur þar? Jú, aukningin hjá einhleypum einstaklingi sem er öryrki er 39,0%. (HHj: En hjá alþingismönnum?) Þar stendur það. Þannig að ég er að fara með rétt mál hér. Ég sagði áðan að það hefði aldrei staðið til að bætur fylgdu launaskriði. Það stendur í lögunum að bætur skuli fylgja almennri þróun launa nema þegar neysluvísitalan er hærri til að tryggja að launþegar fái aldrei þá niðursveiflu og þá kjararýrnun sem þeir fengu á árunum 1988 til 1992. Þá rýrnuðu kjör öryrkja um 16% og rifji svo hver upp hver var félagsmálaráðherra þá.

(Forseti (SP): Forseti minnir hv. þingmenn á að halda tímamörk, þau eru stutt í þessari umræðu.)