132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[15:12]
Hlusta

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Samfylkingin vill margt í skattamálum. Meðal annars vill Samfylkingin lækka matarskattinn sem er örugglega hið besta mál. Samfylkingin vill líka gera leikskólann gjaldfrjálsan. Ef við gefum okkur að lækkun virðisaukaskattsprósentunnar af matvælum úr 14% í 7% kosti um 5 milljarða og að gera leikskólann gjaldfrjálsan kosti aðra 5 milljarða, hvort væri betra að fara þá leið að skila barnafólki því beint í vasann, að gera leikskólann gjaldfrjálsan eða fara þá leið að lækka virðisaukaskatt af matvælum sem fer nú í gegnum einhvern millilið. Ég hef ekki séð að gengisstyrking krónunnar hafi skilað sér að fullu í vasa neytenda og Neytendasamtökin hafa vitnað um það. Hvor aðgerðin væri betri og mundi skila sér betur til neytenda hvað þetta varðar? Ég vil fá svör hjá hv. þingmanni við þessu.