132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[22:41]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er sjálfsagt að skýra það. Í þeim breytingum sem kynntar eru í þessum kafla fjárlagafrumvarpsins er bæði gert ráð fyrir breytingum sem eru til hækkunar og lækkunar og þegar betur var að gáð standast þær nánast á þannig að ekki var talin ástæða til að fara út það að breyta fjárhæðinni í frumvarpinu vegna þeirra áætlana sem lúta að vaxtabótunum. Það eru skýringarnar sem liggja þar lá bak við.