132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[22:43]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er nákvæmlega það sem ég var að segja, að í þeim kafla sem hv. þingmaður vísar til er bæði gert ráð fyrir breytingum til hækkunar og lækkunar. Og eins og ég sagði áðan hefur hvorki verið flutt frumvarp um hækkunina né lækkunina og þær munu nokkurn veginn standast á þannig að ekki er ástæða til að breyta upphæðunum sem eru í frumvarpinu. Þar með verður heildarniðurstaðan sú að það verður 200 millj. kr. meira til vaxtabóta á þessu ári en á síðasta ári.