132. löggjafarþing — 35. fundur,  6. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[22:52]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er afar einkennilegt. Stundum vitnar stjórnarandstaðan í greiningardeildirnar eins og þar sé hinn heilaga sannleik að finna. Þegar greiningardeildirnar segja hins vegar eitthvað sem stjórnarandstöðunni líkar ekki þá er ekkert mark takandi á þeim. Allar greiningardeildirnar, ASÍ og fjármálaráðuneytið hafa spáð því að gengi krónunnar muni lækka á næstu missirum og Seðlabankinn talar um það núna í greiningu sinni að gengið muni lækka á næstu missirum (Gripið fram í.) og leggur fram „alternatíf“ ferla um það hvernig verðbólgan geti þróast miðað við breytilegt gengi og breytilega vexti. Þegar Seðlabankinn gerir það kemst hann að nánast sömu niðurstöðu og fjármálaráðuneytið og ASÍ hafa komist um hvernig verðbólgan muni líklega þróast á næstu missirum.