132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:22]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Það er í sjálfu sér ekkert annað en hneyksli og mjög sorgleg staðreynd að stjórnvöld skuli ekki vilja sjá af þessum örfáu krónum í mannréttindamál, í Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands. Við sjáum hvernig taflan lítur út, þetta er ófögur sjón, margir rauðir punktar og allir falla þeir á stjórnarliða sem segja nei. Við í Frjálslynda flokknum hörmum þetta. Við segjum að sjálfsögðu já.