132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:27]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Enn gerum við tilraun til þess, stjórnarandstaðan á Alþingi, að hjálpa hæstv. ríkisstjórn við að efna eigin samninga. Framsóknarflokkurinn setti upp leiksýningu í Þjóðmenningarhúsinu þegar fylgi flokksins var horfið og formaður hans trúlega út af þingi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann lofaði öryrkjum á Íslandi tilteknum kjarabótum og út á það loforð var hæstv. forsætisráðherra Halldór Ásgrímsson kjörinn á Alþingi Íslendinga. Það er tillaga okkar að það loforð verði efnt með því að breyta fjárlögum til samræmis við það og veita 600 millj. til að uppfylla svik ríkisstjórnarinnar við öryrkja í landinu.