132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:33]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Það er þjóðkunnugt að það bráðvantar fleiri hjúkrunarrými en eru til staðar í dag og þrátt fyrir að lagt sé til í fjárlögum að fjölga hjúkrunarrýmum leggjum við til að bætt verði í og þessar 300 millj. kr. til viðbótar verði settar í frekari uppbyggingu hjúkrunarrýma.

Landspítalinn – háskólasjúkrahús líður fyrir það í sínum rekstri að geta ekki útskrifað sjúklinga sem í raun ættu frekar að vera á hjúkrunarheimilum en á sjúkrahúsinu. Það er dýr kostur sem við veljum okkur og því teljum við mikilvægt að hraða enn frekar uppbyggingu hjúkrunarrýma en gert er með fjárlögunum eins og þau eru. Því segi ég já.