132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:36]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Sú tillaga sem hér liggur frammi um að styrkja grunn hjúkrunarheimila um 200 millj. er rétt til að létta þeim reksturinn. Það er staðreynd að grunnur daggjalda er ekki réttur og því hefur þessum stofnum ekki tekist að rétta sinn rekstrargrunn sem skyldi og þetta framlag er til þess.

Varðandi 6. liðinn, stafræna myndgreiningu á Norður- og Austurlandi, þá er lagt til að það fari 17 millj. á fjárframlögum næsta árs til að kaupa geymslustöð fyrir rafrænar myndir, röntgenmyndir, en nú hefur sú tækni verið tekin upp að framkalla röntgenmyndir á stafrænt form og þær eru framkallaðar norður á Akureyri fyrir heilbrigðisstofnanir á þessu svæði en til þess þarf að geta geymt myndirnar svo þessi nýja tækni nýtist. Ég segi já.