132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:41]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Á fjáraukalögum og fjárlögum eru veittar aukalega 125 millj. kr. til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, 50 millj. kr. til byggingarframkvæmda og 70 millj. kr. til að styrkja rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Þetta á að gefa góðan grunn til að hefja tímabærar endurbætur á skrifstofum og þetta á einnig að gefa góðan grundvöll til að auka og bæta þá ágætu þjónustu sem stofnunin veitir. Ég segi því nei við þessari tillögu og tel hana óþarfa miðað við þær fjárveitingar sem stofnunin hefur núna.