132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:42]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf):

Frú forseti. Fyrir nokkru síðan var lögð fram úttekt á skattsvikum hér á landi sem unnin var í samræmi við þingsályktunartillögu sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram og samþykkt var á Alþingi. Þessi úttekt sýndi að ætla má að undandráttur frá skatti sé um 34 milljarðar kr. og í úttektinni voru lagðar fram margvíslegar tillögur sem kalla munu á útgjöld í þeim tilgangi að herða skattaeftirlit. Í samræmi við það flytjum við nú tillögu um 200 millj. kr. í hert skattaeftirlit sem margfalt mun skila sér aftur í ríkissjóð auk þess að stuðla að jafnræði og réttlæti í allri skattlagningu. Ég segi já.