132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:50]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Frú forseti. Við eigum val um það á hvern hátt við kjósum að nýta náttúruauðlindir þjóðarinnar. Það er hægt að nýta ósnortnu víðernin okkar ósnortin. En ríkisstjórnin hefur því miður kosið aðra leið. Hún hefur kosið að fórna fjölda náttúruperlna á altari stóriðjustefnunnar. Við, hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, viljum kjósa aðra leið. Þess vegna leggjum við til að þjóðgarðar og friðlýst svæði fái sérstaka fjárveitingu upp á 30 millj. kr. á fjárlagalið Umhverfisstofnunar til að efla megi friðlýstu svæðin okkar og standa við þá náttúruverndaráætlun, þótt ekki væri annað, sem Alþingi hefur samþykkt og ríkisstjórnin hunsað, ekki bara í einum fjárlögum heldur eru þetta önnur fjárlögin þar sem hæstv. ríkisstjórn ákveður að hunsa náttúruverndaráætlunina.

Ég greiði að sjálfsögðu atkvæði með þessari tillögu og segi já.