132. löggjafarþing — 38. fundur,  7. des. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:34]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta litla frumvarp, þ.e. þetta þunna frumvarp frá hæstv. iðnaðarráðherra, fór ekki til umsagnar umhverfisnefndar. Hvers vegna ekki? Mér er kunnugt um að eftir því var óskað í iðnaðarnefnd. Í öðru lagi, hverjar verða reglurnar sem ráðherra er gert að styðjast við? Í þriðja lagi, hvers vegna þverpólitísk nefnd sem á ekki möguleika á að skila niðurstöðum um framtíðarsýn fyrr en eftir að hæstv. iðnaðarráðherra verður búinn að úthluta öllum heimsins leyfum? Þessar þrjár spurningar vaka enn í loftinu, frú forseti. Þeim er enn ósvarað.