132. löggjafarþing — 38. fundur,  7. des. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:40]
Hlusta

Frsm. meiri hluta iðnn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er gott að fá það fram hér að hv. þingmenn Vinstri grænna styðja a.m.k. það bráðabirgðaákvæði sem meiri hlutinn hefur lagt til hvað þetta frumvarp áhrærir. Hins vegar er líka mikilvægt að fá afstöðu stjórnarandstöðunnar hvað það varðar að verði þetta frumvarp að lögum fá umhverfisráðuneytið og undirstofnanir þess aðkomu að því ferli áður en rannsóknaleyfi er veitt. (Gripið fram í.) Það hafa þeir ekki í dag. Það kom skýrt fram í störfum nefndarinnar að þeir hafa ekki haft það hvað vatnsaflsvirkjanir varðar. Ég held að hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir ætti að kynna sér málið betur áður en hún grípur hér fram í fyrir mér.