132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:39]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Pétur Blöndal talar um að það kynni að verða mismunun ef sú leið hefði verið farin að hafa eitt gjald á allri olíu. Ég hygg nefnilega að það geti ekki síður orðið mismunun með því að fara þá leið sem nú er lögð til sem er koma upp þriðju aðferðinni við að innheimta gjaldið. Það verður mismunun bæði milli landsbyggðar og þéttbýlis og ekki síður gagnvart atvinnurekstrinum sem slíkum. Atvinnureksturinn er að tækja sig upp með tilliti til skattlagningar sem þessarar og má þar nefna t.d. að notuð er lituð olía á búkollur til stórframkvæmda og þessi skattur því ekki borgaður af þeim. Því má búast við að þær verði notaðar í miklu meira mæli en annars hefði verið. Atvinnulífið fer að fjárfesta í annars konar tækjum einmitt vegna þess að verið er að mismuna hinum ýmsu útfærslum á tækjum með þessu gjaldi. Ég óttast að það komi niður á okkur síðar meir.