132. löggjafarþing — 39. fundur,  8. des. 2005.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

327. mál
[14:44]
Hlusta

Einar Oddur Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sannfærður um að þetta er misskilningur vegna þess að ef við hefðum eitt gjald og værum ekkert að þessu mundi þetta náttúrlega lækka ef allir notuðu þetta. Þar með væri einkabíllinn orðinn mun æskilegri sem dísilbíll.

Eigi að síður er það aðalatriði þessa máls, virðulegi forseti, að þegar við búum til skattheimtukerfi sem eru svo flókin og uppfull af alls kyns undanþágum og alls kyns tilbrigðum erum við að búa til hvata til að fara fram hjá þessu á allan mögulegan hátt. Það er röng skattheimta og ég trúi því að hv. þm. Pétur Blöndal sé í hjarta sínu sammála mér um það. Ég bið enn og aftur: Skoði menn þetta lengur úr því að tíminn er nógur og ekkert sem knýr á um að við förum í þetta. Gefum nú heldur frí til að ræða önnur mál hér í önnunum fyrir jólin. Hættum þessu umtali núna, ég skora á menn að athuga það.